Enn reynist Davíð Oddson sannspár

Davíð Oddson sagði í ræðu á síðasta landsfundi að vegna vanhæfni Seðlabankastjóra og Fjármálaeftirlits í málefnum SPRON væri ríkið líklega búið að skapa sér skaðabótaskyldu. Því miður gæti hann verið sannspár, alla vega verður látið á það reyna samkvæmt þessari frétt. Í þessari sömu ræðu kallaðiDavíð Oddsson þessa ríkisstjórn "verklausa ríkisstjórn" ég er honum sammála nema þó að það litla sem hún hefur gert hefur haft og mun hafa slæmar afleiðingar. Það er því ósk mín að hún fari frá áður en hún rústar þessu landi endanlega.
mbl.is Vilja bætur frá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurður Norðkvist

Geturðu fært rök fyrir því sem þú ert að segja eða er þetta bara svona klisja sem tryggir það að enginn sé á móti þér? Hvaða gagn hefur þú gert fyrir þitt samfélag annað en að blogga? Ég get aftur á móti staðfastlega fært rök fyrir því sem gagnlegt hefur reynst þjóðinni og kemur frá Davíð Oddsyni. Eða eins og stendur á bloggsíðunni þinni "þegar fíflið bendir á tunglið horfir það á fingurinn" ertu þú ekki að benda á Davíð Oddson?

Jón Sigurður Norðkvist, 19.8.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Jón Sigurður Norðkvist

Enn og aftur koma klisjurnar og nú er það frjálshyggjan, veistu hvað orðið "frjálshyggja" þýðir? þ.e frjáls hugsun, ertu á móti frjálsri hugsun? svona þér til upplýsingar þá eru þjóðir ekki gerðar gjaldþrota nú á dögum en vissulega erum við í slæmum málum en eigum við þá bara að reyna að sökkva dýpra eins og aðgerðir stjórnarinnar gegn SPRON stuðla að eða eigum við að gera allt sem við getum til þess að koma okkur út úr þessum ógöngum? En til þess að koma okkur út úr þessu þurfum við að skipta um ríkisstjórn og koma Sjálfstæðisflokknum til valda.

Jón Sigurður Norðkvist, 19.8.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Grímulaus spillingin innan sjálftökuflokksins er með þeim hætti að hann er alls ekki stjórntækur.  Kannski verður hann það eftir svona 4-5  ár ef þeir taka ærlega til í sínum málum.

Guðmundur Pétursson, 19.8.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Jón Sigurður Norðkvist

Þá vil ég nú frekar Sjálfstæðisflokkinn en Samspillinguna og enn aftur koma órökstuddar klisjur hvað varðar minn frábæra flokk. En ég get upplýst ykkur um það að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að taka til í sínum ranni, það hefur bara gerst of hratt til þess að sumir tækju eftir því, því að á þeim bæ er menn að vinna í málunum og ég fullyrði það að við værum í mun betri stöðu hefðu þeir öflugu menn sem þar eru fengið að klára málin. En ég spyr er samspillingin búin að gera eitthvað í sínum málum?

Jón Sigurður Norðkvist, 19.8.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Jón Sigurður Norðkvist

Minn ágæti flokkur rýrnaði í síðustu kosningum en það eru líka margir sem iðrast gjörða sinna á kosningadag. Reyndar er ég einn af þeim sem styð ríkisstjórnina til allra góðra verka en ég bara sé engin verk. En Arnþór hver hefur heiðaþvegið þig í að vera á móti Sjálfstæðisflokknum? Varðandi það hvernig ég tók mína pólitísku afstöðu þá eru það ekki flókin fræði: frá dýpstu hjartarótum þá trúi ég á frjálsa hugsun og framtak einstaklingsins, upprunanum má ekki gleyma þ.e við viljum vera sjálfstæð þjóð og fyrir því hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist. Það þýðir samt ekki að ég sé endilega sáttur við allt á þeim bæ, en flokkurinn kemst næst öllu því sem ég vil standa fyrir. Við Sjálfstæðismenn völdum þá hugmyndafræði að treysta fólki og við viljum gera það áfram þó að við höfum brennt okkur á því, það er eins og þegar ég var yngri og ógiftur þá klikkuðu mörg samböndin en að lokum giftist ég frábærri eiginkonu.

Jón Sigurður Norðkvist, 19.8.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Sigurður Norðkvist

Höfundur

Jón Sigurður Norðkvist
Jón Sigurður Norðkvist
Hægri sinnaður, hlynntur hvalveiðum og allri heilbrigðri atvinnusköpun. Skíðakennari og fjallaleiðsögumaður alin upp í fjöllunum fyrir vestan á Ísafirði við Skutulsfjörð. Áhugamaður um ferðamál og útvist, vil leggja mitt af mörkum í að fjölskyldufólk njóti útvistar í íslenskum fjöllum bæði á skíðum og í gönguferðum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband