2.10.2009 | 12:01
Ránið mikla er hafið!
Það fór ekki eins og maður vonaði, þ.e að stjórnmálaflokkar standa yfirleitt ekki við kosningaloforð. En landníðingarnir í samspillingunni eru annars vega þá er engu eirt. Ef ég man rétt þá gáfu þeir engin loforð um neitt uppbyggilegt en þeir gáfu loforð um landráð, þjófnað og svik við þjóðina og þarna er á ferðinni eitt af því.
Þeir menn sem eru búnir að vinna hörðum höndum að uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi eiga bara núna að skila honum til ríkisstjórnarinnar.
Þeir sem það vilja geta haft samband við mig ég á úrklippur úr öllum dagblöðum á íslandi um sjávarútvegsmál þriggja ára tímabil fyrir og eftir kvótakerfið og þar geta menn lesið út raunstöðuna í sjávarútvegi hann var vægast sagt á mjög slæmum stað.
Þessar aðgerðir munu EKKI skila neinum áviningi fyrir þessa þjóð, en þær munu vissulega skaða sjávarútveginn valda mörgum fjölskyldum kvíða, en það er auðvitað það sem þessi ríkisstjórn hefur að markmiði.
Ég tel að hagsmunum mínum og minna barna sé betur borgið með því fyrirkomulagi sem nú er þó að ég eigi engan kvóta, þ.e vegna þess að sé sjávarútvegurinn að vaxa og þróast eins og hann hefur gert síðan kvótakerfið kom á þá mun hann skila þjóðarbúinu meiri tekjum en ella. En ef að ráðist verður á hann með þeim hætti sem hér er boðaður þá mun hann fara í öfuga átt þ.e hnignun.
Treystir starfshópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Sigurður Norðkvist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Já það er alveg ótrúlegt að menn séu tilbúnir að setja fleiri þúsund stöft í óvissu vegna þessa. Ég segi það sama og þú, ég hef aldrei átt hvorki bát né kvóta. Ég tel að þessar aðgerðir skili engu, ef veiðiheilildir vera fyrndar og boðnar upp hæstbjóðenda er það bein aðför að launum sjómanna, það er bara ekkert flóknara en það. Það er magnað að fylgjast með umræðunni, þær sem hafa hæst voru einfaldlega lélegir útgerðarmenn sem mistu sitt fyrir vankunnáttu í rekstri saman ber nokkra bloggara morgunblaðsins.
Hlýri
Hlýri (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:41
ekkert annað en öfundsýki og illgirni af verstu gerð - skil samt svo marga sem eru reiðir en það er fyrst og fremst tel ég vegna órðaðssíu sumra útgerðarmanna sem hafa veðsett og sukkað með kvótann - yfir heildina er þetta eins og hver önnur atvinnugrein sem við verðum að verja
Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 13:18
já vinna hörðum höndum að uppbyggingu sjávarútvegs á íslandi-ert ekki í lagi,sjávarútvegurinn skuldar hátt í 600 milljarða,allir fiskistofnar komnir í kvóta og eru í sögulegu lámarki eftir 28ára "uppbyggingu" láttu mig þekkja það efir 35ár á sjó sífellt að aukast brottkastið af þeim ástæðum einum að við verðum að "hámarka" aflaverðmætið,svo góði láttu liu bara telja þér trú um annað.
zappa (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:21
Zappa
Heldur þú að brottkast minnki við það að fyrna kvótann og bjóða hann svo upp, þú mannst líka hvað var hent mikið fyrir daga kvótakerfisins, þar sem þú ert búinn að vera svona lengi á sjó???Á þeim skipum sem ég hef verið á hefur sáralítið sem ekkert brottkast verið stundað, þannig að ég hef ekki sömu sögu að segja eins og þú.
Hlýri
Hlýri (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:47
hver minntist á að brottkast minnkaði við að innkalla kvótann? ég var að benda á öfugmælin í uppbyggingu sjávarútvegs sem minnst er á hér í upphafsgrein bloggsins-lestu það sem þú bloggar við vinur áður en þú hellir þér útí að verja kerfið,og fyrst þú heldur að ástæða hafi verið að henda fisk meðan allur fiskur var utan kvóta er nú eitthvað ekki alveg í lagi hjá þér.
zappa (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:10
Zappa
Svarðu spuringunni, var fiski ekki hent fyrir 1984?
Ef þú getur ekki svarað henni, þá hefur ekki hreina samvisku, þannig er það bara
Hlýri
Hlyri (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:16
jú ég henti fiski fyrir '84 en ekki í eins miklum mæli og eftir að kvótakerfinu var komið á-hvað sem þetta kemur færslunni við,og fyrst þú ert kominn í einhvern spurningaleik er best að þú svarir nú satt og rétt annars hefur þú ekki hreina samvisku-þú væntanlega veist hvað lög um stjórn fiskveiða segir-fiskveiðiauðlin er sameign þjóðarinnar og svaraðu nú hvort þér finnst eðlilegt að þeir sem hafa veðsett og selt eignir þjóðarinnar sem þeir aðeins hafa afnotarétt en ekki eignarétt yfir eigi að fara með afnotin áfram?-svipað og ef þú leigir þér íbúð þá ættir þú að geta veðsett hana eða selt.og önnur spurning afhverju má þjóðin/eigandinn ekki fá arð af afnotaréttinum?
zappa (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:44
Zappa, hvað er það? eitthvað dulnefni á Samfylkingunni. Þú ert svo mikill sjóari, þú ættir þá að vita meira um LÍÚ, eina sem þú virðist geta sagt um þau annars ágætu samtök er að þau séu eitthert vélmeni sem einungis ver kvótaeigendur. Þetta er stærra mál en það og ef þú hefur ekki nóga mikla greind til þess að fjalla um þetta hér skaltu bara fara eitthvað annað, hér er þess krafist að menn (og konur) færi rök fyrir því sem þau skrifa.
Jón Sigurður Norðkvist, 2.10.2009 kl. 22:16
ég sá að Jón Sigurður er einsog aðrir sem hafa lélegan málstað að verja og komast strax í þrot, hann kærir sig ekki um að aðrir skrifi á síðuna hjá honum en þeir sem honum eru sammála,og hann sem krefst greindar hjá öðrum fellir sjálfur dóma um "landníðinga" er frekar ómálefnalegur og hef ég ekki áhuga á að halda uppi skoðanaskiptum við hann,enda getur hann ekki átt þau að því er virðist heldur leggur af stað með uppnefningar og skítkast þegar hann er kominn í þrot með rök eða menn eru ekki hans jábræður.......hér virðast menn ekki mega hafa aðra skoðun á hagsmunasamtökum en hann, eða kannski frekar FLokkurinn....svo góðar nætur
zappa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 02:32
Ókei Zappa! ég tek þig í sátt. Við erum auðsýnilega ekki sammála en það var ekki ástæðan fyrir því að ég snupraði þig, ég þoli illa þegar fólk er að skrifa undir dulnefni ég áttaði mig ekki á því að ég gæti athugað með nafnið þitt á blogginu. Þú ert sjómaður úr Ólafsvík ekki rétt, segðu mér þá (nú geri ég ráð fyrir því að þér þyki vænt um þína heimabyggð) hvernig heldur þú að hún myndi fara út úr því að missa kvótann?
Jón Sigurður Norðkvist, 3.10.2009 kl. 10:07
þar sem ég hef ekki róið frá Ólafsvík í mörg ár heldur verið á uppsjávarveiðum fyrir austan veit ég lítið um kvótastöðu báta í Ólafsvík en ég geri ekki ráð fyrir að hætt yrði að veiða fisk þar frekar en annarsstaðar þar sem bátar eru fyrir hendi og stutt er á fengsæl fiskimið,þótt einhverjar breytingar yrðu gerðar á kerfinu til að sætta þjóðina,t.d. þeir sem ekki gera annað við fiskinn en að braska yrðu gerðir brottrækir úr kerfinu og stöðuleika yrði komið á svoleiðis að þeir sem annaðhvort keyptu eða leigðu aflaheimildir TIL LANGFRAMA AF RÍKINU gætu verið öruggir um engar breytingar og þarmeð skipulagt sig til langframa.leyfum skipti og millifærslur-ekki veðsetningar og sölu-þá myndast sátt svo ekki þarf að hlusta á sama sönginn fyrir hverjar kosningar....kveðja
zappa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.